HNÝFILL – Ýsa í tempura
- Hnýfill

- 5 days ago
- 1 min read

Fullkomin í fish & chips og ómótstæðilega góð í fiskiborgara
HNÝFILL ýsa í tempura er létt, stökk og fullkomlega krydduð – og hentar í raun í allt. Hvort sem þú vilt gera klassískt Fish & Chips með stökkum kartöflubátum og góðri sósu, eða djúsí og ferskan fiskiborgara, þá er þessi vara tilvalin.
Tempurahjúpurinn heldur fiskinum mjúkum og safaríkum að innan en gefur gullin, stökku skorpu að utan. Eina sem þú þarft að gera er að hita – og njóta.

Fiskiborgarar með Hnýfil–ýsu í tempura
Uppskrift – dugar fyrir 4 borgara
Hráefni:
1 kassi Hnýfill ýsa í tempura
4 brioche hamborgarabrauð
Avókadó, skorið í sneiðar
Tómatar, skornir í sneiðar
Hvítkál, skorið í þunnar ræmur
Gulrætur, rifnar (valkvætt)
Aðferð:
Hitið tempurafiskinn samkvæmt leiðbeiningum.
Hitið brioche–brauðin í ofni.
Smyrjið sósuna (sjá uppskrift hér fyrir neðan) á botnbrauðið og dreifið hvítkáli og gulrótum yfir.
Setjið fisk, tómata og avókadó ofan á.
Bætið meiri sósu ef vill og lokið borgaranum.
Njótið meðan allt er heitt og stökkt!
Jalapenó–sítrónusósa
Hráefni:
4 msk majónes
1 msk sýrður rjómi
1 msk sítrónusafi
1–2 msk jalapenó, smátt skorið (má sleppa)
2 msk kapers, saxað
Salt og pipar
Aðferð:
Saxið jalapenó mjög smátt.
Hrærið öllum hráefnunum saman í skál.
Smakk–stillið með salti og pipar.
Kartöflubátar með fetaosti og steinselju
Aðferð:
Skerið kartöflur í báta og veltið upp úr ólífuolíu, salti og kryddi.
Bakið við 200°C í 20–30 mínútur.
Takið út 6–8 mínútum áður en bökunnartími klárast, dreifið parmesan osti yfir og bakið áfram þar til gyllt.





Comments