Hnýfill
- Hnýfill

- 5 days ago
- 1 min read

Saga Hnýfils spannar um 30 ár þegar fyrsta starfsstöðin var sett upp að Skipatanga á Akureyri. Þar, nyrst á Oddeyrinni, hófst framleiðsla sem byggðist upp á virðingu fyrir hráefni og handverki.
Frá upphafi var markmiðið skýrt: Að reykja sjávarafurðir á náttúrulegan og vandaðan hátt án nokkurra aukaefna.
Einungis salt, náttúrulegt reykefni og þurrkun voru notuð sem þótti bæði frumlegt og framsækið á sínum tíma.
Árið 1999 flutti Hnýfill starfsemina að Óseyri 22, í glæsilegt 480 fermetra hús sem áður hýsti reykhús Íslandslax. Þar tók til starfa öflug framleiðsla á vörum sem margir landsmenn þekkja og kunna að meta: Reyktur silungur, lax, rauðmagi, hrefnukjöt, ýsa og þorskur.
Hnýfill er í dag einn helsti framleiðandi reyktra sjávarafurða á íslenskum markaði og heldur áfram að þróa arfleifðina með nýjum tilfærslum.
Þú finnur gæðamuninn.





Comments