Hnýfill kynnir: Blinis fyrir gröfnu&reyktu afurðirnar
- Hnýfill

- 5 days ago
- 1 min read

Við erum stolt af því að kynna nýjustu viðbótina okkar: blínís, mjúkar og ljúffengar litlar pönnukökur sem passa fullkomlega með bæði reyktum og gröfnum laxi.
Blínísarnir okkar eru tilbúnir beint í veisluna, snittubakkann, brönsinn eða hversdagsdekur. Þeir eru nú fáanlegir í verslunum við hliðina á reyktum og gröfnum laxi frá HNÝFLI, svo þú getir gripið allt sem þarf fyrir fallega og bragðgóða munnbita — á sekúndum.
Uppskrift: Blínís með reyktum laxi
Klassík sem slær alltaf í gegn – fersk, einföld og ótrúlega bragðgóð.
Blínís með reyktum laxi og sýrðum rjóma
Hráefni:
Blínís frá Hnýfli
Reyktur lax frá Hnýfli, þunnt skorinn
1 dl rjómaostur eða sýrður rjómi
1 msk sítrónusafi
Rifinn sítrónubörkur (valkvætt)
Ferskt dill
Svartur pipar
Rauðlaukur eða vorlaukur (valkvætt)
Aðferð:
Hrærið saman rjómaosti (eða sýrðum rjóma), sítrónusafa og aðeins af sítrónuberki ef þú vilt ekstra ferskleika. Kryddið með pipar.
Setjið smá sítrónu sýrðan jóma á hvern blíni.
Leggið fallega sneið af reyktum laxi ofan á.
Stráið yfir dill og fínsaxaðan lauk ef vill.
Berið fram og njótið — þetta klárast alltaf á augabragði!
Blínís frá Hnýfli gera þér kleift að skapa fallega og bragðmikla bita án fyrirhafnar. Fullkomið fyrir öll tilefni – stór sem smá.





Comments