top of page
DSCF6202_edited.jpg

Hágæða handverk

Reyktu og gröfnu afurðir Hnýfils eru í efsta gæðaflokki.

Fyrir reyktan fisk eru eingöngu notuð þrjú hráefni; lax,

salt og reykur (beyki eða tað) þetta er því náttúrulegt ferli og engin

reyk- eða gerviefni notuð.
Ferlið tekur 5 daga frá byrjun til enda.

DSCF5783.jpg
image00032.jpeg
DSCF6202_edited_edited.jpg

Ferlið hefst engu að síður mun fyrr með vali á réttu hráefni eða hinum fullkomna laxi.

Sem er síðan handflakaður eftir kúnstarinnar reglum.
Landeldisstöðvar á Íslandi sjá Hnýfli fyrir hinum fullkomna laxi.
Þegar flökin eru klár er það verk reykmeistara Hnýfils að þurrsalta.
Þessi aðferð er mikið vandvirknis verk þar sem það þarf að fylgjast með og passa að söltunin sé jöfn eftir stærð flaka.

DSCF6202_edited_edited.jpg

Laxinn er sólarhring í salti meðan saltið vinnur sitt verk. Þar næst er saltið skolað af og flökin þurrkuð undir hægum blæstri.

Að öðrum sólahringi liðnum er kveikt upp í beyki eða taði og laxinn kaldreyktur í sólahring í ofnum sem hafa mikla sögu en í þeim hefur verið reykt síðan 1986.

Að þessu fjórum skrefum loknum fer laxinn í kælingu og frekari þurrkun þar sem flakið þéttist enn frekar og tekur á sig endanlega mynd.

Allt ferlið er litað af mikilli vandvirkni og virðingu fyrir afurðinni.  

image00025.jpeg
mossbaliq.jpg
DSCF6202_edited_edited.jpg

Hnýfill hefur verið með mikið vöruþróunarferli í gangi og meðal annars þróað Baliq lax í samstarfi við Agnar Sverrisson Michelin stjörnu yfirkokk á Moss restaurant 

bottom of page