,,Nafnið Hnýfill merkir bát sem klýfur ölduna. Sá sem riður brautina."
Faðir tveggja stofnenda hnýfils notaði orðið Hnýfill um menn sem honum líkaði vel við og þótti skara framúr.
Hnýfill var stofnaður i desember 1995
Stofnendurnir eru Davíð Kristjánsson, Ingveldur Jóhannesdottir, Þorvaldur Þórisson og Örn Smári Kjartansson
Fyrsta starfstöðin var að Skipatanga 35 á Akureyri.
Það var nyrst á Oddeyrinni, norðan Útgerðarfélags Akureyringa og sunnan Slippstöðvarinnar
sem áður höfðu hýst reykmiðstöðina. Það húsnæði var um 180 fermetrar að stærð.
Þetta svæði sem um ræðir er orðið að hafnarsvæðinu í dag.
Markmið félagssins var reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra,
einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði.
Reykingin byggðist á aðferðum sem þróaðar höfðu verið hjá reykmiðstöðinni sem einn af stofnendum
Hnýfils, Davíð átti og rak á árunum 1973-1985.
Aðferðin sem notuð var að engin aukaefni voru notuð.
Engöngu salt, vandað reykefni og þurrkun, sem sagt eingöngu náttúruleg efni, sem þótti mjög sérstakt á þeim tíma.
Árið 1999 festu eigendur Hnýfils kaup á 480 m2 húsi að Óseyri og fluttu inn í húsnæðið um áramótin 2000
Húsnæðið var þá 15 ára gamalt, mjög vandað og snyrtilegt hús til allrar matvælavinnslu.
Vörurnar sem Hnýfill seldi og framleiddi á smásölu og mötuneytamarkað
í reykvörulínunni voru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt
en einnig reykt ýsa og þorskur.
Einnig framleiddi fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi.
Allar ferskar sjávarafurðir, saltaðar og þurrkaðar og frosnar hafa verið seldar bæði á neytenda- og mötuneytamarkað.
Framundan er að efla þá starfssemi sem í gangi er, þróa nýjar vörur og sækja fram á smásölu og heildsölumarkaði
og huga að mörkuðum fyrir reyktar afurðir erlendis.